Hugleiðing dagsins
Í Rauðu bók GA samtakanna stendur – þegar Ellefta Sporið er útskýrt “Meðvitað samband virðist eiga upptök sín í bæn. Hvað er bæn? Fyrir suma er það spjall, á persónulegum nótum, við þeirra Æðri Mátt. Í raun getur hvert og eitt okkar hagað sínum bænum hvert á sinn hátt.” Ef þú átt erfitt með að biðja eða veist ekki hvernig þú átt að bera þig að þá getur þú alltaf “feikað það þar til þú meikar það.” “Með tímanum mun bænin verða þér fullkomlega eðlileg og þú munt finna hversu mikið hún færir þér…. Bænin eykur getuna til þess að ráða fram úr því sem þú ert að takast á við.”
Hef ég samþykkt bæn og hugleiðslu sem hluta af mínu lífi?
Bæn dagsins
Ég lofa minn Æðri Mátt fyrir það frelsi sem hann hefur gefið mér til þess að finna minn skilning á Guði. Megi líf mitt verða Guðs, hvort sem ég sé hann sem Föður, hvers hendi og anda ég geti snert með því að teygja mig eftir því, eða sem alheims Anda sem ég get sameinast þegar hörð ytri skel “sjálfs” míns byrjar að molna, eða sem kjarna Guðdóms og fullkominnar góðmennsku sem býr í brjósti mér. Megi ég þekkja Hann vel, hvort sem ég finn hann innra með mér, ytra með mér eða í öllum hlutum alls staðar.
Minnispunktur dagsins
Ég þakka Guði, eins og ég skil Hann, fyrir skilning minn á Honum.