Hugleiðing dagsins
Oliver Wendell Holmes ritaði “það eru forréttindi viskunnar að hlusta.” Ef ég reyni eins og unnt er að rækta listina að hlusta – ógagnrýnið og án þess að fella dóma fyrirfram – þá eru góðar líkur á því að bati minn muni aukast. Ef ég reyni eftir frekasta megni að hlusta eftir þeim tilfinningum og hugsunum sem tjáð eru – í stað þess að hlusta á “ræðumanninn” – þá getur gerst að ég verði þeirrar blessunar aðnjótandi að fá hugmynd. Hugmynd sem gagnast mér. Grundvallareinkenni góðrar hlustunar er auðmýkt, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að rödd Guðs talar til okkar meira að segja í gegnum óskýrmæltustu börn Hans.
Hættir mér til þess að láta mitt Ég-Er-Heilagari-En-Þú viðhorf koma í veg fyrir að ég heyri ráðleggingar annarra?
Bæn dagsins
Megi minn Æðri Máttur hindra mig í að þykjast vera Heilagari-En-Þú gagnvart hverjum þeim sem framkoma eða tungutak eða gagnstæð skoðun eða þekkingarskortur hindrar mig í að heyra hvað viðkomandi er að segja. Megi ég ætíð hlusta eftir rödd Guðs, sem getur heyrst þegar hvert okkar sem er tekur til máls.
Minnispunktur dagsins
Hlusta á ræðuna, ekki ræðumanninn.