Hugleiðing dagsins
Í GA prógraminu lærum við gildi hugleiðslu. Fyrri hluti Ellefta Sporsins mælist til þess að við leitumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundasamband okkar við Guð, eins og við skiljum hann. Ein af því sem við öðlumst, ef við hugleiðum, er skýrari hugur. Og eftir því sem hugurinn skýrist, þeim mun hæfari og viljugri verður hann til þess að greina sannleikann. Það verður ekki eins sársaukafullt að horfast heiðarlega í augu við brestina og afleiðingar þeirra. Raunverulegar þarfir heilsteyptrar manneskju koma í ljós.
Eru bæn og hugleiðsla reglulegur þáttur í daglegu lífi mínu?
Bæn dagsins
Megi sannleikur Guðs birtast mér fyrir tilstilli hugleiðslu og hinna smáu bæna, í gegnum samskipti við hópinn, sem hjálpar mér að muna að ég þarf að hreinsa hugann á hverjum degi með hugleiðslu. Því einungis skýr hugur getur tekið við Guði, og einungis hugur laus við eiginhagsmuni getur gengist við sannleikanum.
Minnispunktur dagsins
Hugleiðsla er hug-hreinsun.