Hugleiðing dagsins
Einn af mikilvægu hlutunum sem við lærum í GA er að vera góð við okkur sjálf. Fyrir svo mörg okkar reynist það furðanlega erfitt. Sum okkar fá svo mikla nautn af því að þjást að við eigum það til að mikla fyrir okkur hvert það atvik sem veldur okkur vansa. Sá sem er haldinn sjálfsvorkun nýtur þess að vera píslarvottur – allt þar til unaður æðruleysis og hamingju veitist honum fyrir tilstuðlan GA Prógramsins og Tólf Sporanna.
Er ég smám saman að læra að vera ég sjálfur?
Bæn dagsins
Megi ég læra að fyrirgefa sjálfum mér. Ég hef beðið um – og fengið – fyrirgefningu Guðs og annarra, svo hvers vegna er svona erfitt að fyrirgefa sjálfum mér? Af hverju magna ég enn upp þjáningu mína? Af hverju held ég áfram að sleikja tilfinningasárin? Megi ég fylgja eftir dæmi Guðs um fyrirgefningu, halda áfram með Prógramið og læra að vera góður við sjálfan mig.
Minnispunktur dagsins
Píslarvætti: píslar þvættingur.