Hugleiðing dagsins
Sem spilafíkill í bata þá verð ég að minna sjálfan mig á að sama hve gremja mín er samfélagslega viðurkennd, þá mun það aldrei draga úr eituáhrifum hennar gagnvart mér sjálfum. Í raun má segja að vandamálið við gremju sé svipað og vandamál spilafíknar. Hvorki póker né spilavíti er öruggt fyrir mig. Ég hef sótt góðgerðarsamkomur, oft í glaðværum félagsskap, þar sem fjárhættuspil hafa virst næstum harmlaus.
Á sama hátt og ég afþakka kurteisislega en ákveðið að taka þátt í fjárhættuspili, mun ég einnig afþakka gremju?
Bæn dagsins
Þegar reiði, sárindi, ótti eða sektarkennd – til þess að vera félagslega samþykkt – setja upp kurteisissvipinn og dulbúa sig sem gremja, megi ég forðast allt samneyti við þau. Þessar tilfinningar, eins og þær eru dulbúnar, geta verið jafn varasamar og sjálf spilafíknin.
Minnispunktur dagsins
Varist dulbúning.