Hugleiðing dagsins
Ég hef oft tekið eftir því að það eru sterk tengsl á milli ótta míns og gremju. Ef ég óttast í laumi að vera ófullkominn, svo dæmi sé tekið, þá hættir mér til þess að vera gramur út í hvern þann sem, með gjörðum eða orðum, afhjúpar minn ímyndaða ófullkomleika. En það er yfirleitt of sársaukafullt að viðurkenna að minn eigin ótti og mínar eigin efasemdir séu orsök gremju minnar. Það er mun aðveldara að kenna “slæmri hegðun” annarra eða “eigingjörnum gjörðum” þeirra um – og nota það sem réttlætingu fyrir eigin gremju.
Geri ég mér grein fyrir því að ef ég lefi mér að vera gramur út í einhvern, þá er ég að bjóða þeirri manneskju að búa frítt í mínu höfði?
Bæn dagsins
Megi Guð hjálpa mér að komast yfir þá tilfinningu að finnast ég vera ófullkominn. Megi ég vita að ef ég met mig ætíð skör neðar en næstu manneskju, þá er ég ekki að veita skapara mínum þá viðurkenningu sem hann á skilið, hann sem hefur gefið hverju okkar einstaka blöndu hæfileika. Ég er, þegar ég er gramur, að nöldra yfir fyrirætlan Guðs. Megi ég skyggnast á bakvið ruslahrúguna af eigin gremju í leit að eigin efasemdum um sjálfan mig.
Minnispunktur dagsins
Um leið og ég byggi sjálfan mig upp, ríf ég niður eigin gremju.