Hugleiðing dagsins
Hvað veldur spilafíkn? Spiluðum við vegna einhverra innri galla eða annmarka eða vegna þess hvernig var ástatt fyrir okkur í lífinu? Í Rauðu bókinni okkar A New Beginning segir: “Við vitum það ekki og . . . við megum ekki við því að láta það skipta okkur máli. Þau sem leita til okkar þurfa hjálpina strax . . . Ávinningur af upprifjun hins liðna og vangaveltum um fortíðina er lítilfjörlegur í samanburði við verðlaunin sem við hljótum þegar við hjálpum öðrum að fóta sig í lífinu.” Þó svo að okkur langi öll til þess að losna við galla okkar, þá munu þeir birtast okkur ef við deilum reynslu okkar á heiðarlegan hátt með öðrum. Við höfum séð, að með hjálp okkar Æðri Máttar og með því að hjálpa öðrum GA félögum, þá hefur sjálfselska og ónærgætni verið tekin frá okkur.
Átta ég mig á því að með því að deila með öðrum þá hjálpar það mér að sjá sjálfan mig eins og ég er?
Bæn dagsins
Megi ég, í sjálfsskoðuninni, ekki verða svo upptekinn af eigin göllum og annmörkum, að það geri mig ófæran um að ná til annarra í samtökunum. Megi brestir mínir, sem höfðu magnast upp á meðan ég var virkur, verða mér smám saman ljósir með tímanum, eftir því sem ég held áfram að vinna Prógramið af sannfæringu og einlægni.
Minnispunktur dagsins
Með því að deila þá verða gallar mínir síður nístandi.