Hugleiðing dagsins
Ég ætla að byrja daginn í dag með bæn – bæn í hjarta, bæn í huga og orð bænarinnar á vörum mínum. Fyrir tilstuðlan bænarinnar mun ég vera stilltur inn á guð í dag, teygjandi mig fram á við til þess að verða það sem stefni að. Bænin mun beina huga mínum, hjálpa meðvitund minni að vaxa uns ég sé að það er ekkert sem aðskilur mig og guð. Allar takmarkanir hverfa á braut þegar ég læt mátt guðs flæða í gegnum mig.
Veit ég að ekkert getur yfirbugað mátt guðs í lífi mínu?
Bæn dagsins
Megi ég í dag bjóða mínum Æðri Mætti upp á linnulausa bæn, ekki bara “einu-sinni-a-morgni-dugar” tegundina. Megi mér verða hugsað til míns Æðri Máttar í dögun, kaffi hléum, hádeginu, þegar húmar að kveldi, eða á rólegri kvöldstund – og á öllum stundum þess á milli. Megi vitund mín vaxa uns mörkin þurrkast út og krafturinn verður hluti af mér og ég hluti af kraftinum.
Minnispunktur dagsins
Að eiga bænafylltan dag.