Hugleiðing dagsins
Okkur hefur verið sagt að engin staða sé vonlaus. Til að byrja með finnst okkur vitaskuld erfitt að trúa þessu. Andstæðurnar – von og örvænting – eru mennskar tilfinningar. Það erum við sem erum vonlaus, ekki aðstæðurnar í lífi okkar. Þegar við gefum vonina upp á bátinn og verðum þunglynd, þá er það vegna þess að við erum ófær um, í bili, að trúa á að hlutirnir geti breyst til hins betra.
Get ég tekið þessu; “Við getum ekki breytt öllu sem við tökumst á við, en við getum ekki breytt neinu nema við tökumst á við það”?
Bæn dagsins
Megi ég muna að vegna þess að ég er mennskur og get valið, þá er ég aldrei “vonlaus”. Einungis aðstæðurnar sem ég er í þá stundina virðast vonlausar, sem getur dregið mig niður í bjargarlaust þunglyndi, þegar mér finnast öll sund lokuð. Megi ég þá líka muna að þó svo að ég sjái enga lausn þá get ég valið að biðja um hjálp guðs.
Minnispunktur dagsins
Ég get valið að vera ekki vonlaus.