Hugleiðing dagsins
Ákveðni – þegar við setjum undir okkur hausinn og teljum okkur trú um að við getum tekist á við hvað sem er ef við erum bara nógu ákveðin – er hugsanlega stærsta hindrunin í vegi fyrir því að öðlast æðruleysi. Gamla tuggan okkar hljóðar svo, “Erfiðu verkefnin er hægt að klára strax; það tekur örlitið lengri tíma að klára þau ómögulegu.” Niðurstaðan varð sú að við gyrtum okkur í brók og gerðum okkur klár í orustu, þrátt fyrir að reynslan sýni okkur að okkar eigin vilji muni ætíð koma okkur í koll. Í GA er sagt við okkur, aftur og aftur, að við verðum að sleppa tökunum, láta af stjórn. Og að lokum finnum við fyrir æðruleysi, þegar við leggjum eigin vilja til hliðar og sættum okkur við vilja guðs.
Er mér að lærast að slaka á? Leyfi ég lausninni að koma af sjálfu sér?
Bæn dagsins
Megi ég losa um spennta kjálka, kreppta hnefa, spennuna almennt – þau einkenni sem gefa svo vel til kynna að ég sé haldinn “ég sé um þetta sjálfur” heilkenninu, sem hefur svo oft komið mér í klandur. Megi ég læra af reynslunni að þessu viðhorfi – “Að ná tökum á sjálfum mér og öllum öðrum í leiðinni” – fylgir óþolinmæði og vonbrigði. Megi ég láta eigin vilja renna saman við vilja guðs.
Minnispunktur dagsins
Sleppa kyrkingartakinu.