Hugleiðing dagsins
Framgangur minn í batanum hangir að stórum hluta saman við viðhorf mitt, og viðhorf mitt er á mína ábyrgð. Það er hvernig ég ákveð að sjá hlutina. Enginn getur neitt upp á mig einhverri tiltekinni afstöðu. Heilbrigt viðhorf er, fyrir mig, sjónarmið sem litast ekki af sjálfsvorkun og gremju. Án efa munu verða hindranir í veginum. En GA prógramið hefur kennt mér að það er hægt að umbreyta hindrunum í tækifæri.
Trúi ég, “að menn geti risið upp til nýrra hæða, með því að notast við aflagðar eigin sjálfsmyndir” eins og Tennyson sagði?
Bæn dagsins
Megi Guð hjálpa mér að rækta heilbrigt viðhorf gagnvart sjálfum mér, GA prógraminu og öðru fólki. Guð, forða mér frá því að tapa andlegu jafnvægisverkfærunum, sem hjálpa mér að halda mér í jafnvægi í tilgangi, viðhorfi og afstöðu. Lát mig hunsa sjálfsvorkun, úrtölur og þá tilhneigingu mína að gera of mikið úr hlutunum, ýkja. Lát enga tilgangslausa byrði koma mér úr jafnvægi.
Minnispunktur dagsins
Með guð mér við hlið þarf ég ekki að missa kjarkinn.