Hugleiðing dagsins
Sumir félagar okkar í GA forðuðust bæn og hugleiðslu eins og heitan eldinn til að byrja með. Þegar þeir á endanum, hikandi og bara til prufu, fóru að prófa sig áfram með bæn og hugleiðslu, þá fóru óvæntir hlutir að gerast og þeim fór að líða öðruvísi. Á endanum fóru þeir, sem höfðu áður gert lítið úr bæn og hugleiðslu, nær undantekningarlaust að iðka slíkt sjálfir. Í GA heyrm við að “nær undantekningarlaust þá eru það bara þeir, sem hafa ekki prófað bæn og hugleiðslu, sem hæðast að því.”
Er einhver þrjóskur hluti af mér sem enn hæðist að bæn og hugleiðslu?
Bæn dagsins
Megi mér lærast, sama hve virðingarlaus ég hef verið, að bænin er ekki hæðnisverð; ég sé mátt hennar endurspeglast í kraftaverkum allt í kringum mig. Hafi ég neitað að biðja, megi ég þá skoða hvort stolt eða dramb sé að flækast fyrir mér – þetta slitna og gamla stolt sem heimtar að fara sínar eigin leiðir. Nú, þegar ég hef fundið stað í mínu lífi fyrir bænina, megi ég taka þann stað frá og varðveita – samviskusamlega.
Minnispunktur dagsins
Hver sá sem lærir að biðja heldur því áfram.