Hugleiðing dagsins
Þrátt fyrir það sem margir halda þá er slagorðið “Lát Fara og Lát Guð” ekki merki um sinnuleysi eða uppgjöf né heldur viljaleysi til þess að takast á hendur ábyrgð. Þau sem snúa baki við vandamálum sínum eru ekki að fara eftir slagorðinu. Þau eru miklu frekar að snúa baki við þeirri skuldbindingu að fara eftir leiðsögn og innblæstri guðs. Þau biðja hvorki um hjálp né vænta hennar; þau vilja að guð sjái um alla vinnuna.
Þegar ég leita leiðsagnar guðs, geri ég mér grein fyrir því að endanleg ábyrgð er mín?
Bæn dagsins
Megi ég ekki leyfa sjálfum mér að vera latur, einfaldlega vegna þess að ég býst við því að guð muni sjá um allt fyrir mig. Slíkt kæruleysi minnir mig á mig sjálfan, eins og ég var, þann sem kvartaði yfir öllum sköpuðum hlutum, að heimur versnandi færi og að það væri ekkert sem ég gæti gert til þess að laga það. Ég má heldur ekki nota “lát guð” sem afsökun fyrir því að horfast ekki í augu við vandmál mín og reyna ekki einu sinni að takast á við þau. Megi guð vera minn innblástur; megi ég vera verkfæri guðs.
Minnispunktur dagsins
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.