Hugleiðing dagsins
N. Eldon Tanner (bandarískur stjórnmálaður) sagði, “Þjónusta er leigan sem við greiðum fyrir þau forréttindi að lifa á þessari jörð.” Fyrir flesta spilafíkla í bata, þá er sjálf þjónustan forréttindi, forréttindi sem okkur hafa verið gefin samhliða nýjum leigusamningi fyrir lífið. Að sponsa, hringja í nýja GA félaga eða svara símtali frá nýjum GA félögum getur stundum tekið tíma og heilmikla orku. Þegar ég finn fyrir viðnámi hjá sjálfum mér, lát mig þá muna eftir því öryggi sem ég fann fyrir þegar ég var nýliði í GA og áttaði mig á því að það voru til GA félagar sem vildu hjálpa mér, þegar ég bað um hjálp.
Geri ég mér grein fyrir því að sú þjónusta sem ég veiti í dag er mikilvægur hluti af mínum eigin bata?
Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma því að það er þjónusta þeirra, sem á undan mér gengu í GA, sem gerði GA prógramið aðgengilegt fyrir mig og bata minn í dag. Megi þjónustan sem ég veiti fúslega í dag verða hjálp í bata annarra á morgun.
Minnispunktur dagsins
Þjónusta í prógraminu eru forréttindi.