Hugleiðing dagsins
Ef ég er að fara í gegnum erfiða og krefjandi reynslu þessa dagana, þá get ég gert í anda öryggis og trausts. Þökk sé GA og Tólf Sporunum, þá hef ég öðlast þá fullvissu að guð sé með mér á öllum stundum og í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Andi guðs er í mér sem og í fólkinu í kringum mig. Og fyrir bragðið þá líður mér jafnvel notalega í nýjum kringumstæðum sem og á meðal ókunnugra.
Mun ég halda áfram að fylgja prógraminu og vaxa fyrir bragðið, treystandi því að kærleikur guðs sé að verki í mér og mínu lífi?
Bæn dagsins
Megi hughreysting guðs vera með mér í öllum aðstæðum, kunnugum sem ókunnugum. Megi hann endurreisa molnandi stoðir sjálfstrausts míns. Megi ég viðurkenna tilvist guðs í mér og í öðrum í kringum mig. Megi sú sameiginlega upplifun hjálpa mér til þess að eiga í samskiptum, sem eru byggð á heiðarleika, við aðra. Ef ég get lært að treysta guði þá get ég lært að treysta þeim sem deila þessari jarðvist með mér.
Minnispunktur dagsins
Guð kennir mér að treysta.