Hugleiðing dagsins
Sumum okkar, sem erum félagar í GA, hættir til að gera þau mistök að halda að þær fáu stundir sem eyðum í bæn og hugleiðslu – í að “tala við guð” – séu allt sem til þarf. Sannleikurinn er sá að það er viðhorfið og afstaðan sem við viðhöldum í gegnum daginn sem er alveg jafn mikilvægt. Ef við felum sjálf okkur guði að morgni hvers dags, og erum reiðubúin til þess í gegnum daginn að sætta okkur við vilja hans, þá mun sú sátt, það samþykki, verða að samfelldri bæn.
Get ég reynt að þroska með mér það viðhorf að vera fyllilega sáttur/samþykkur á hverjum degi?
Bæn dagsins
Megi ég viðhalda sambandi við minn Æðri Mátt í gegnum allan daginn, en ekki bara með því að tékka inn til þess að biðja endrum og sinnum. Megi samskipti mín við guð aldrei verða að tilfallandi viðburði. Megi ég gera mér grein fyrir því að í hvert sinn sem ég hegða mér samkvæmt vilja guðs þá er ég að lifa í bæn.
Minnispunktur dagsins
Bænin er viðhorf.