Hugleiðing dagsins
Stundum gerist það, á þessum erfiðu dögum sem við upplifum öll endrum og sinnum, að það virðist vera að guð vilji ekki að við séum hamingjusöm. Að hann heimti að við upplifum kvöl og þjáningu í þessu lífi til þess að geta lifað hamingjusöm í því næsta. GA prógramið hefur sýnt mér fram á að þessu er reyndar öfugt farið. Guð vill að ég sé hamingjusamur hér og nú. Ef ég leyfi því að vera svo, þá mun guð jafnvel sýna mér hvernig ég geti látið það rætast.
Neita ég stundum, í þrjósku minni, að sjá leiðina sem guð er að benda mér að fara?
Bæn dagsins
Ég bið þess að ég taki mér ekki hlutverk þess sem þjáist að eilífu, velti mér ekki upp úr harmleiknum og láti sem þjáning sé eini aðgöngumiðinn að himnaríki. Megi ég þess í stað opna augun fyrir grósku jarðar og kærleika hennar, sem er nægur vitnisburður þess að lífi okkar sé ætlað annað og meira en hrösun eftir hrösun. Megi ranghugmyndir um illviljaðan guð, sem bíður færis að leggja fyrir okkur gildru, ekki afbaka samband mitt við kærleiksríkan og fyrirgefandi Æðri Mátt.
Minnispunktur dagsins
Lífið er annað og meira en þjáningin ein.