Hugleiðing dagsins
Ég er smám saman að læra – reyndar gengur það full hægt stundum – að þegar ég gefst upp í þeirri vonlausu baráttu að reyna að stjórna mínu lífi á minn hátt, þá öðlast ég varanlegan frið og æðruleysi. Fyrir mörg okkar þá er þessi lærdómur óþægilega hægvirkur. Á endanum skilst mér þó að það er í rauninni bara um tvennt að ræða – eigin vilja og vilja guðs. Það sem er í mínu valdi að hafa áhrif á lýtur mínum vilja og það sem ég get ekki haft stjórn á lýtur vilja guðs. Ég reyni því að sætta mig við að það sem ekki undir minni stjórn, það lýtur vilja guðs.
Er ég farinn að gera mér grein fyrir því að með því að fela vilja minn í hendur guði, þá er ég í fyrsta sinn farinn að lifa án ringulreiðar og án kvíða?
Bæn dagsins
Megi ég vænta þess að vilji minn verði í samræmi við hinn alltumlykjandi vilja guðs. Ég bið þess að ég geri mér grein fyrir því ef vilji minn er kominn í vonlaust reiptog við vilja guðs. Megi ég treysta guði til þess að leiða vilja minn samkvæmt sinni áætlun – og að hann geri sinn tilgang að mínum.
Minnispunktur dagsins
Ég vil að minn vilji verði í takt við vilja guðs.