Hugleiðing dagsins
Dagurinn í dag er merkilegur á marga vegu. Þetta er dagur sem guð skóp, og ég er á lífi í veröld guðs. Ég geri mér grein fyrir því að allt sem ég upplifi í dag er merki um kærleika guðs – sú staðreynd að ég sé á lifi, að ég sé í bata og að ég sé fær um að upplifa þessa stund á þann hátt sem ég geri. Fyrir mig verður dagurinn í dag dagur þakklætis.
Er ég hjartanlega þakklátur fyrir þessa sérstöku dagsbyrjun og fyrir alla mína hamingju?
Bæn dagsins
Á þessum degi minningar um gjafir guðs, megi mér skiljast að það að gefa og það að þiggja er einn og sami hluturinn. Annað getur ekki verið án hins. Ef ég gef þá fæ ég sæluna af því að gefa. Ef ég þigg þá gef ég einhverjum öðrum þá sömu sælu af því að gefa. Ég bið að ég geti gefið af sjálfum mér – kærleika minn og styrk – af gjafmildi. Ég bið þess einnig að ég geti náðarsamlegast þegið kærleika og styrk annarra. Megi guð vera okkur fyrirmynd.
Minnispunktur dagsins
Að gefa og að þiggja er jafngild hamingja.