Hugleiðing dagsins
Sjálfsblekking var samofin nánast öllum okkar gjörðum og hugsunum, því við erum spilafíklar. Við urðum sérfræðingar í því að telja sjálfum okkur trú um að svart væri hvítt, að rangt væri rétt eða jafnvel að dagur væri nótt. Nú þegar við erum komin í GA þá er þörf okkar fyrir slíka sjálfsblekkingu að hverfa. Nú orðið sér trúnaðarmaður minn um leið þegar ég byrja að ljúga að sjálfum mér. Og ég átta mig á því, þar sem trúnaðarmaður minn beinir þessum ranghugmyndum á braut, að ég gríp æ sjaldnar til slíkra varna gagnvart raunveruleikanum og óþægilegs sannleika varðandi mig sjálfan. Stolt mitt, ótti og þekkingarleysi hefur í kjölfarið smátt og smátt glatað þeim eyðileggingarkrafti sem það hafði yfir mér.
Geri ég mér grein fyrir því að eigin upphafning nægir engan veginn?
Bæn dagsins
Megi mér skiljast að ég verð að líta til míns æðri máttar og einnig að treysta félögum mínum í GA í sjálfsskoðuninni í fjórða sporinu. Því við speglum hvert annað í öllum okkar órum og ranghugmyndum og með þeirri speglun öðlumst við heildstæðari yfirsýn, sem við gætum ekki ef við værum ein á báti.
Minnispunktur dagsins
Til þess að sjá sjálfan mig frá öllum hliðum þá þarf ég þrjú sjónarhorn – mitt eigið, guðs og vina minna.