Hugleiðing dagsins
Er lausn frá spilafíkn það eina sem við getum búist við frá andlegri vakningu? Nei – því fer fjarri. Frelsi frá fíkninni er bara byrjunin; það er einvörðungu fyrsta gjöfin sem við hljótum af fyrstu andlegu vakningunni. Það er augljóst að ef okkur eiga að hlotnast fleiri gjafir þá verður vakningin að halda áfram. Og eftir því sem andleg vakning verður meiri þeim mun betur gengur okkur að losa okkur við gamla lífið – líf sem var ekki að ganga upp – og skipta því út fyrir nýtt líf sem virkar við allar kringumstæður.
Er ég viljugur til þess að halda andlegri vakningu minni áfram fyrir tilstuðlan tólf sporanna?
Bæn dagsins
Megi ég muna hvernig lífið var þegar eina takmark mitt í lífinu var að losna undan spilafíkn. Öll orð og frasar sem ég greip til voru til þess ætluð að stöðva – “láta af, hætta að spila, gefast upp, ekki meir.” En þegar ég loks varð laus undan spilafíkninii þá áttaði ég mig á því að frelsi mitt fólst meira í því að byrja á einhverju – frekar en að stöðva. Megi ég nú halda áfram að hugsa á þeim nótum að byrja á einhverju – “eflast, aukast, vakna, vaxa, læra, að þroskast…”
Minnispunktur dagsins
Að stoppa var fyrir mig upphaf.