GA samtökin
Samtökin Gamblers Anonymous eiga rót sína að rekja til þess að tveir menn hittust af tilviljun í janúarmánuði 1957. Þeir höfðu báðir lent í ótrúlegum vandræðum og óhamingju vegna spilafíknar. Þeir tóku að hittast reglulega og mánuðir liðu án þess að þeir byrjuðu aftur að stunda fjárhættuspil.
Af rökræðum sínum drógu þeir þá ályktun að ef þeir ættu ekki að falla aftur í gamla farið yrðu þeir að breyta tilteknum þáttum innra með sér, í skapgerð og hugarfari. Til að ná fram þessum breytingum notuðu þeir tilteknar andlegar leiðbeiningarreglur sem þúsundir manna höfðu nýtt sér á batavegi frá öðrum tegundum áráttufíknar. Orðið andlegur á hér við þau skapgerðareinkenni sem sýna göfugustu eiginleika mannsins: góðvild, veglyndi, heiðarleika og hógværð. Þeir töldu einnig að til að halda sitt eigið bindindi væri bráð nauðsynlegt að færa öðrum spilafíklum þennan boðskap um von.
Efrir jákvæða umfjöllun frægs blaða og sjónvarpsmanns var fyrsti hópfundur Gamblers Anonymous haldinn föstudaginn 13. september 1957 í Los Angeles í Kaliforníu. Alla tíð síðan hafa samtökin vaxið stöðugt og blómlegt hópastarf fer fram um allan heim.