Svæðisnefnd GA fundar fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði.
Fundirnir eru haldnir á heimili GA félaga.
Upplýsingar um fundarstað er hægt að fá í neyðarsíma GA 698-3888
Samþykktir og fundarsköp svæðisnefndar
Reglur SÁÁ varðandi GA fundi á Vogi
Vinsamlegast hafið í huga þessar reglur, sem SÁÁ setur varðandi þau okkar sem fara með GA fundi á Vog.
Fundargerðir
Svæðisnefndarfundur 3.júlí 2020
Svæðisnefndarfundur 5. mars 2020
-
Mönnun funda verði sett í hendur deilda. Fimmtudagsdeild, Föstudagsdeild og Þriðjudagsdeild í von. Þrír fundir í röð á deild. Samþykkt 5/0
-
12 sporsfulltrúi svæðisnefndar tali við 12 sporsfulltrúa deilda og spyrji hvort deidin treysti sér til að fara með boðskap GA á stofnanir. Samþykkt 5/0
-
Stofna skal nýjan reikning í svæðisnefnd, prentsjóð. Þar sem hugmyndin er að sala GA bókar renni beint í. Svo alltaf verði til sjóður til prentunar GA efnis.
Mætt voru Svava, Guðmundur, Ingimar og Nonni
Áheyrnarfulltrúar voru Helgi, Þór, Pétur og Kristján
Staða í sjóði 90.749.-
Skuld vegna Google auglýsingar er 6.300 kr.
3 símtöl í neyðarsímann í nóvember.
Fundarmenn vissu ekki af neinum fundi sem hefði fallið niður á Vogi eða Hlaðgerðarkoti.
48 heimsóknir inn á vef samtakanna í gegnum Google auglýsingu.
Heildarfjöldi heimsókna inn á vefinn í nóvember var 286. Heildarfjöldi heimsókna það sem af er ári er 2.133. megnið af þeim kom frá íslenskum IP tölum.
3 tölvupóstar bárust lausn@gasamtokin.isþar sem beðið var um hjálp vegna spilafíknar.
Stefnt að prentun á næsta ári.
Svæðisnefnd samþykkti að beina þeim tilmælum til deilda að hvetja GA félaga til þess að taka að sér þýðingu á GA bæklingum, sem svæðisnefnd keypti í þeim tilgangi að íslenska.
Svæðisnefndarfundur 5.september 2019
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt mjóróma.
Staða í sjóði 74.368.-
5 símtöl í neyðarsímann í ágúst.
# 12 spora fulltrúi
Engar fréttir af 12 spora starfi vegna veikinda 12 spora fulltrúa.
# Heimasíðan
40 heimsóknir inn á heimasíðuna í síðustu viku, í gegnum Google auglýsinguna.
Engin svör hafa borist frá GA ISO varðandi bæklinga, sem keyptir vour 18.febrúar.
# GA bókin
Ritnefnd leitar að sjálfboðaliðum til þess að lesa yfir og lagfæra texta bókarinnar.
Hugmyndin er að hver taki að sér 50 bls. og lesi saman textann, sem er á tölvutæku formi, og texta bókarinnar og lagfærði tölvutæka textann til samræmis við bókina.
Tölvutæki textinn er eldri útgáfa heldur en bókartextinn og því þarf að leiðrétta hann.
Þau ykkar sem viljið leggja lið eruð beðin um að hafa samband við Ingimar í síma 899-8731 eða með tölvupósti á lausn@gasamtokin.is
# Fundir Svæðisnefndar
Svæðisnefnd samþykkti að athuga með fastan fundarstað og ákveðið var að athuga húsnæði Al-Anon, SÁÁ Efstaleiti eða Víðistaðakirkju. Finna nokkra lausa tíma og bera undir GA félaga hvaða staður og tími þyki hentugastur.
Næsti fundur svæðisnefndar verður 3.10 kl.17:30 í Kríunesi 10, 210 Garðabæ.
Svæðisnefndarfundur 13.júní 2019
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt mjóróma.
Staða í sjóði 53.721.-
Ekkert símtal barst í neyðarsímann í maí.
# 12 spora fulltrúi
Gengur vel að manna fundi á Vog og Hlaðgerðarkot.
12 Spora fulltrúi hefur ekki náð sambandi við neinn hjá Krísuvíkursamtökunum, þ.a. engin ákvörðun var tekin varðandi GA fundi í Krísuvík.
Þriðjudagsdeild keypti 40 kjarnabækur og 3 GA bækur fyrir 9.500 kr.
# Heimasíðan
14 heimsóknir inn á heimasíðuna í síðustu viku, í gegnum Google auglýsinguna.
Svæðisnefnd samþykkti að greiða auglýsingakostnað vegna Google auglýsinga, kr. 6.339 kr.
# GA bókin
Ritnefnd leitar að sjálfboðaliðum til þess að lesa yfir og lagfæra texta bókarinnar.
Hugmyndin er að hver taki að sér 50 bls. og lesi saman textann, sem er á tölvutæku formi, og texta bókarinnar og lagfærði tölvutæka textann til samræmis við bókina.
Tölvutæki textinn er eldri útgáfa heldur en bókartextinn og því þarf að leiðrétta hann.
Þau ykkar sem viljið leggja lið eruð beðin um að hafa samband við Ingimar í síma 899-8731 eða með tölvupósti á lausn@gasamtokin.is
Næsti fundur svæðisnefndar verður 4.7 kl.17:30 í Takmarkinu, Barónsstíg 13, 101 Reykjavík, nema hentugri (ókeypis) fundarstaður finnist fyrir þann tíma.
Svæðisnefndarfundur 2.maí 2019
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt einróma.
Staða í sjóði 59.780.-
Föstudagsdeild greiddi fyrir 3 bækur.
9 símtöl í neyðarsímann í apríl. Þar af 8 frá einum og sama einstaklingnum.
12 spora fulltrúi
Gengur vel að manna fundi á Vog og Hlaðgerðarkot.
Fyrirspurn barst frá Krísuvík varðandi GA fund. Falast var eftir því að fá vikulega fundi en svæðisnefnd telur að það geti reynst erfitt að manna svo marga fundi í mánuði, auk vikulegra funda á Vogi og Hlaðgerðarkoti. Svæðisnefnd samþykkti að prófa að vera með einn fund í mánuði og hafa reynslutímann tólf mánuði. 12 spora fulltrúa var falið að skipuleggja þessa fundi og athuga hvort það henti Krísuvíkursamtökunum að hafa fundina á miðvikudögum.
Svæðisnefnd samþykkti að setja auglýsingu um fundina inn á Bataspor á Facebook.
Í ljósi þess að SÁÁ hefur sent nýliða með fund á Vík, þá samþykkti svæðisnefnd að spyrja Ása að því á hvaða forsendum SÁÁ velji fundarmenn til þess að fara með fundi á Vík.
Heimasíðan
49 heimsóknir inn á heimasíðuna, í gegnum Google auglýsinguna.
Svæðisnefnd samþykkti að greiða auglýsingakostnað vegna Google auglýsinga, kr. 6.059 kr.
1 tölvupóstur barst á lausn@gasamtokin.is, þar sem viðkomandi var að leita að hjálp.
Ekkert svar hefur borist frá GA ISO varðandi það hvað þeirra skilningur sé á því að vera virkur GA félagi.
Ekkert svar hefur heldur komið frá GA ISO varðandi það hvort GA megi dreifa bókinni á pdf formi, eins og AA gerir.
Bæklingar sem voru pantaðir frá GA ISO hafa ekki borist. Búið er að senda fyrirspurn til GA ISO en ekkert svar hefur borist.
Næsti fundur svæðisnefndar verður 7.6 kl.17:30 í kríunesi 10, 210 Garðabær, nema hentugri (ókeypis) fundarstaður finnist fyrir þann tíma.
Svæðisnefndarfundur 4.apríl 2019
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt einróma.
Staða í sjóði 53.780.-?
11 símtöl í neyðarsímann í febrúar.
12 spora fulltrúi
Gengur vel að manna fundi á Vog og Hlaðgerðarkot.
Heimasíðan
Í síðustu viku mars voru 21 heimsókn inn á heimasíðuna, í gegnum Google auglýsinguna.
Þriðjudagsdeild greiðir 1.000 kr. inn á símareikning neyðarsímans.
GA bókin á tölvutæku formi fannst á diskettum hjá GA félaga. Búið er að afrita gögnin af diskettunum og nú þarf að samræma textann við textann sem er í prentuðu útgáfunni, því textinn á diskettunum er greinilega ekki endanlegi textinn sem notaður var við prentunina.
Einnig þarf að setja bókina, laga leturstærð, línubil, stærð á blaðsíðum, blaðsíðutal, form á kaflafyrirsögnum og millifyrirsögnum ofl.
Svæðisnefnd barst fyrirspurn varðandi það hvernig nýir GA félagar finni sér trúnaðarmann og telur svæðisnefnd það vera í höndum deilda að kynna trúnaðarmenn fyrir nýjum GA félögum.
Ekkert svar hefur borist frá GA ISO varðandi það hvað þeirra skilningur sé á því að vera virkur GA félagi.
Ekkert svar hefur heldur komið frá GA ISO varðandi það hvort GA megi dreifa bókinni á pdf formi, eins og AA gerir.
Erindi barst frá föstudagsdeild varðandi söfnun á reynslusögum, einhver taki að sér að safna reynslusögum, taki þær upp og skrái og þær séu síðan lesnar yfir. Svæðisnefnd taldi sér ekki stætt á því að ákveða hvernig reynslusögur skuli uppbyggðar – þ.e. fastmóta hvernig uppbyggingu skuli háttað. Svæðisnefnd samþykkti að reynslusögur skuli miðast reynslu af þeim erfiðleikum sem fylgja spilafíkn og því að lausnin sé í GA, svipað og reynslusögurnar í 8.kafla GA bókarinnar gera.
Næsti fundur svæðisnefndar verður 2.5 kl.17:30 í Garðhúsum 8, 112 Reykjavík, nema hentugri (ókeypis) fundarstaður finnist fyrir þann tíma.
Svæðisnefndarfundur 8.maí 2019
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt einróma.
Staða í sjóði 30.827
2 símtöl í neyðarsímann í febrúar.
12 spora fulltrúi
Gengur vel að manna fundi á Vog og Hlaðgerðarkot.
Heimasíðan
Að jafnaði eru um 3 heimsóknir á dag vegna Google auglýsingarinnar.
Ekkert gengur að safna reynslusögum frá GA félögum.
Svæðisnefnd samþykkti að greiða fyrir Google auglýsingu kr. 6.072 (50 USD)
Svæðisnefnd samþykkti að greiða fyrir kaup á GA ISO bæklingum, m.a. Sponsorship Booklet, Step Meeting Handbook Booklet, Pressure Relief Workbook, Guidance Code Booklet, Step One Recovery Workbook, G.A. Writing the steps, GA The Sponsor-Sponsee Relationship: HOW It Works, A Guide to Regional Service Offices og „A new Beginning“ Red Book, alls kr. 5.374
Samþykkt að senda fyrirspurn til GA ISO varðandi skilning á því hvað það sé að vera virkur á GA fundum.
Svæðisnefnd samþykkti að stefna að því að safna 12 spora vinnuskjölum, á tölvutæku formi og setja á heimasíðu samtakanna. Eins og staðan er nú eru 1. og 4.spors vinnuskjöl á síðunni. GA félagar, sem luma á 12 spora vinnuskjölum, eru vinsamlegast beðnir að senda afrit eða ljósmynd af þeim óútfylltum á netfang samtakanna – lausn@gasamtokin.is
Næsti fundur svæðisnefndar verður 4.4 kl.17:30 í Stórakrika 2c, nema hentugri (ókeypis) fundarstaður finnist fyrir þann tíma.
Svæðisnefndarfundur 7. feb. 2019
Mætt voru Atli Guðmundur Ingimar og Nonni
Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Staða í sjóði 30.827.-
Sunnudagsdeild lagði inn 15.000.-
3 símtöl í neyðarsímann í janúar.
12 spora fulltrúi
Gengur vel að manna fundi á Vog og Hlaðgerðarkot.
Nokkuð hefur borið á gleymst hafi að skrá mætingu í bækur.
Heimasíðan
Að jafnaði eru um 2 heimsóknir á dag vegna Google auglýsingarinnar.
Ekkert gengur að safna reynslusögum frá GA félögum.
Birgðir bóka, bæklinga og fundamiða
GA bókin: 29 stk.
Kjarnabók ný: 605 stk.
Kjarnabók gömul: 130 stk.
Nýliðabæklingur: 360 stk.
Fundamiðar: 900 stk.
Svar kom frá GA ISO við eftirfarandi fyrirspurnum;
Megum við setja íslenskar reynslusögur í stað þeirra upprunalegu, í næstu prentun á GA bókinni? Svar GA ISO var að Board of Trustees leyfir engar breytingar á sögunum í bókinni.
Þurfum við samþykki GA ISO varðandi annað prentað efni sem við gefum út í nafni GA? Svari er já, við þurfum samþykki og mun Ara H., sem er International Relations Committee Chair, hafa samband og útskýra nánar hvað í því felst.
Megum við setja hlekk, yfir á t.d. http://tolvufikn.is, á heimasíðu GA samtakanna? Svar GA ISO er að GA tengir ekki við aðra vefi, slíkt væri brot á 6. og 10. Erfðavenju.
Svæðisnefnd samþykkti að leggja áherslu á að það sé skilyrði fyrir því að fara með fundi á stofnanir að þeir sem fari með fundi séu virkir á GA fundum og sæki GA fundi reglubundið.
Samþykkt að senda fyrirspurn til GA ISO varðandi hvort leyfilegt sé að dreifa GA bókinni á tölvutæku formi – pdf.
12 spora fulltrúi hefur rætt við dagskrárstjóra SÁÁ á Vogi og fengið staðfest að þær reglur sem gilda um AA gesti, sem koma með 12 spora fundi á Vog, skulu einnig gilda um þá GA félaga sem koma með GA fundi á Vog.
12 spora fulltrúi er að vinna í því að fá endanlegar upplýsingar um sambærilegar reglur varðandi 12 spora fundi á Hlaðgerðarkoti.
Þessar reglur verða settar á vef GA samtakanna.
12 spora fulltrúi áréttaði eftirfarandi fyrirkomulag á mönnun neyðarsímans;
Sá GA félagi, sem mannar neyðarsímann hverju sinni, skal tilnefna varamann.
Neyðarsímanum er úthlutað í 1 mánuð í senn.
GA félagi skal leitast við að fá annan GA félaga með í 12 spora heimsókn.
Svæðisnefnd samþykkti að stefna að því að safna 12 spora vinnuskjölum, á tölvutæku formi og setja á heimasíðu samtakanna. Eins og staðan er nú er bara 4.spors vinnuskjal á síðunni. GA félagar, sem luma á 12 spora vinnuskjölum, eru vinsamlegast beðnir að senda afrit eða ljósmynd af þeim óútfylltum á netfang samtakanna – lausn@gasamtokin.is
Næsti fundur svæðisnefndar verður 7.3 kl.17:30 í Kríunesi 10, nema hentugri (ókeypis) fundarstaður finnist fyrir þann tíma.
Fundi slitið.
Svæðisnefndarfundur 3. jan. 2019
Mætt voru Atli Guðmundur Ingimar Nonni og Svava
Staðan i sjóði um 3 þús. kr.
Svæðisnefnd er skuldlaus. Búið að greiða síðasta prentkostnað, 50 USD vegna Google auglýsingar og árgjald ISNIC vegna lénsins gasamtokin.is.
40.000 kr. innborgun kom frá fimmtudagsdeild.
Neyðarsíminn 4 símtöl í desember.
Samþykkt að 12 spora fulltrúi sjái um mönnun á stofnanir, þar sem farið er að bera á því að fundir séu ekki mannaðir, sérstaklega á Hlaðgerðarkoti.
Samþykkt var að bæta við samþykktir svæðisnefndar í grein 11. 3.lið ákvæði um neyðarsímann. Fella það undir SOS nefnd.
Drög að breyttu fyrirkomulagi varðandi neyðarsímann voru samþykkt.
Samþykkt að útbúa Fréttabréf svæðisnefndar og dreifa því til deilda. Í því verða fundargerð síðasta svæðisnefndarfundar, fréttir frá svæðisnefnd og erindi til deilda, ef einhver eru.
Samþykkt að útbúa Facebook síðu fyrir svæðisnefnd. Hún er tilbúin.
Gerð var könnun á kostnaði við prentun á GA bókinni og er hann 2.000 kr. pr. bók ef prentaðar eru fleiri en 30 bækur. Einnig er hægt að prenta eftir pöntun, á heimasíðu prentsmiðjunnar og kostar bókin þá 2.500 kr.
Samþykkt var að stefna að prentun á 50 bókum og bjóða einnig upp á prentun eftir pöntun.
Beðið er eftir svari frá GA ISO varðandi það að setja íslenskar reynslusögu í næstu prentun af GA bókinni. Ítrekun hefur verið send.
Samþykkt var að setja tengil á vefsíðu GA samtakanna, yfir á vef tolvufikn.is. En athuga fyrst hjá GA ISO hvort það sé í lagi.
Fundi slitið.
Svæðisnefndarfundur 6. des. 2018
Mætt voru Atli Guðmundur Ingimar Nonni og Svava
Fundargerð síðasta fundar samþykkt samhljóða.
Staðan í sjóði er kr.29.554.
Samþykkt að greiða 25.000 inn á skuld vegna prentkostnaðar.
Föstudagsdeild greiddi 20.000 inn á skuld vegna prentkostnaðar.
Skuld svæðisnefndar, vegna prentkostnaðar og reksturs heimasíðu, er 41.218.
Reikn, nr, fyrir svæðisnefnd er 0324 13 701220. kt.540103-3560.
Ef deildir geta styrkt samtökin væri það vel þegið.
Neyðarsíminn 4 símtöl.
Heimasíðan gengur vel. Heimsóknum inn á síðuna fjölgar.
Samþykkt að búa til nýtt plan fyrir neyðarsímann og leggja það fyrir næsta fund, sem verður í janúar 2019.
Nefndin hefur fengið fregnir af því að þo nokkrir fundir hafi fallið niður á Vogi og í Hlaðgerðarkoti. Samþykkt var að breyta fyrirkomulagi funda á stofnunum og fela 12 spora fulltrúa svæðisnefndar að manna fundina.
Næsti fundur 3. janúar hjá Svövu.
Fundi slitið.
Svæðisnefndarfundur 15 nóv.2018
Mætt voru Atli Guðmundur Ingimar Sturla og Svava
Fundargerð siðasta fundar samþykkt samhljoða.
Staðan i sjóði er kr.29.554. Þriðjudagsdeild styrkti um 20.000.
Samþykkt að greiða Ingimar 25.000 inn a skuld vegna prentkostnaðar.
Reikn, nr, fyrir svæðisnefnd er 0324 13 701220. kt.540103-3560
ef deildir geta styrkt samtökin væri það vel þegið.
Neyðarsiminn 3 símtöl. Heimasiðan gengur vel.
Nýtt kerfi vegna neyðarsímans verður vonandi tilbúið um áramót.
Ein breyting fundarsköpum samþykkt. Ný fundarsköp tilkynnt siðar.
Gengur vel að manna Vog og Hlaðgerðarkot, en minna þarf fólk á
að skrá sig i bækurnar sem eru á báðum stöðum.
Næsti fundur verður 6. desember hjá Ingimari.
Fundi slitið.
Svæðisnefndarfundur 4 okt.2018
Mætt voru Atli Guðmundur Gunnar Ingimar Sigurjon og Svava
Fundargerð siðasta fundar samþykkt.
Staðan i sjóði 15.316. Innborgun frá deild vegna keyptra bóka.
Neyðarsíminn 4 simtöl
12 sporafulltrúi. Gengur vel að manna stofnanir en minna á að kvitta í bækur fyrir komu.
Prentaðar hafa verið 538 kjarnabækur 800 einblöðungar og 1000 fundamiðar. Kostnaður 80.000. Skuld við Ingimar.
Kostnaður vegna Google auglýsingar 5.761 verður greiddur.
Reyna að fá fleiri reynslusögur inn á heimasiðu og næstu prentun af GA bók.
Rætt um ný fundarsköp og samþykkt með smá breytingu. Verður samþykkt á næsta svæðisnefndarfundi.
Setja upp skipulag fyrir neyðarsima. Verði tilbuið í januar 2019. Athuga notkun síma.
Næsti fundur verður 1. nóvember.
Fundi slitið.