12 Reynsluspor GA…
Batastefna GA – samtakanna er grundvöllurinn sem gerir félögunum kleift að byggja líf sitt upp aftur. Batastefnan er áætlun um betra líf, lögð fram í tólf sporum.
1. | Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart fjárhættuspili og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. |
2. | Við fórum að trúa því að máttur, sem er okkur æðri, gæti komið okkur til að hugsa og lifa eðlilega á ný. |
3. | Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu þessa æðri máttar eins og við skildum hann. |
4. | Við gerðum óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil í lífi okkar. |
5. | Við viðurkendum fyrir sjálfum okkur og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir okkar fólust. |
6. | Við vorum þess albúin að losna við þessa skapgerðarbresti okkar. |
7. | Við báðum GUÐ (eins og við skildum hann) í auðmýkt að losa okkur við brestina. |
8. | Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær allar. |
9. | Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan. |
10. | Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við það undanbragðalaust. |
11. | Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við GUÐ, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum einungis um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það. |
12. | Þegar við höfum reynt að fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi, reyndum við að flytja þennan boðskap til annarra fjárhættuspilara. |