Hugleiðing dagsins
Fá okkar eru algjörlega laus við sektarkennd. Við kunnum að finna til sektarkenndar vegna einhvers sem við sögðum eða gerðum – einhvers sem létum ósagt eða ógert. Við erum svo samdauna nagandi sektarkennd að jafnvel þegar við erum ranglega sökuð um eitthvað þá lætur sektarkenndin á sér kræla. Þegar nagandi sektin lamar mig þá gefur augaleið að það dregur úr atorku minni. Ég verð því að losa mig við sektarkenndina – ekki með því að ýta henni til hliðar eða hunsa hana, heldur með því að bera kennsl á rót hennar og leiðrétta orsökina.
Hefur mér loksins lærst að “Hafa það einfalt”?
Bæn dagsins
Þar sem sektarkennd er kunnugleg líðan hjá spilafíkli, megi ég því læra að gera greinarmun á því hvenær tilfinningar mínar stafa einfaldlega af eðlilegri eftirsjá, yfir því að eitthvað skyldi gerast, eða hvenær þær taka á sig mynd varanlegrar sektar. Ég treysti á guð til þess að hjálpa mér að vinna úr og losa mig við sársaukann sem fylgir sektinni, sekt sem ég verð að bera kennsl á og losa mig við.
Minnispunktur dagsins
Sektarkennd er ekki lífstíðardómur.