Hugleiðing dagsins
Heiðarleiki er orð sem ég varð að kynnast upp á nýtt. Áður en ég gerðist félagi í GA þá voru lygar og óheiðarleiki og hagræðing á sannleikanum svo ríkur þáttur í hegðan minni að ég var sjálfur farinn að trúa þeim.
Í dag reyni ég að vera heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum. Ég verð umfram allt að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér varðandi það hverjum bati minn sé að þakka – mínum æðri mætti og félagsskapnum í GA.
Hef ég áttað mig á þeirri staðreynd að sjálfsblekking er mér skaðleg?
Bæn dagsins
Guð – hjálpaðu mér að hætta að nota réttlætingu, hagræðingu, afsakanir, afbökun sannleikans og hreina og klára lygi til þess að blekkja sjálfan mig og leyfðu mér að sjá hinn sanna mig. Megi ég kynnast þeirri persónu sem ég raunverulega er og öðlast hughreystingu í þeirri persónu sem get orðið.
Minnispunktur dagsins
Halló, ég. Má ég kynna mig fyrir hinum sanna mér?