Hugleiðing dagsins
Dag Hammerskjold ritaði eftirfarandi;
“Þú getur ekki leikið þér að dýrinu innra með þér án þess að verða samdauna því, leikið þér að ósannindum án þess að fyrirgera rétti þínum til sannleikans, leikið þér að grimmd án þess að tapa tilfinninganæmni hugans. Sá sem vill halda garði sínum snyrtilegum tekur ekki frá reit fyrir illgresið.”
Ef ég ætla mér að halda mínum garði snyrtilegum þá verð ég ætíð að muna að skilja ekki eftir reit þar sem illgresið fær vaxið, að öðrum kosti gæti það komið mér um koll seinna meir. Með því að koma mér í aðstæður þar sem freistingar eru á hverju strái, fylgjast með útdrætti í Lottó eða niðurstöðum leikja á Lengjunni eða fara inn á spilastaði, þá gæti það skapað vaxtarskilyrði fyrir illgresið í huga mér.
Geri ég mér grein fyrir því að ef ég fæ skyndliega í hendurnar fjármagn, sem ég er ekki ábyrgur fyrir, þá kallar það einvörðungu á skjótan og hraðan vöxt illgreisis?
Bæn dagsins
Megi ég nota meira af tíma mínum til þess að huga að og hlynna það sem veitir mér hamingju, gleði, frið og æðruleysi, frekar en að eyða tíma mínum í að skapa vaxtarskilyrði fyrir eymd, sársauka og þjáningar. Megi ég ekki gleyma því að slíkt illgresi bíður ætíð færis að vaxa og dafna, ef ég sofna á verðinum.
Minnispunktur dagsins
Við uppskerum eins og við sáum.