Hugleiðing dagsins
Guð gefi mér ÆÐRULEYSI til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt; KJARK til þess að breyta því sem ég get breytt; og VIT til að greina þar á milli – einn dag í einu; með sátt við harðræðið sem leiðir til friðar; með því að taka hlutum eins og þeir eru, ekki eins og ég vildi að þeir væru; treystandi því að minn Æðri máttur muni laga það sem aflaga er ef ég bara fer að vilja hans.
Reyni ég eftir fremsta megni að tileinka mér þessa eiginleika – æðruleyi, kjark og vit – sem saman mynda grunninn að mínu nýja lifi?
Bæn dagsins
Megi ég líta um öxl á árið sem er að líða og sjá það sem gott ár, að því leyti að ekkert sem ég sagði eða gerði fór til spillis. Engin reynsla – hversu smávægileg sem hún kann að hafa virst – var án gildis. Óhamingja veitti mér getu til þess að geta metið hamingju, slæmar stundir kenndu mér að meta þær góðu; það sem ég taldi vera mínar veiku hliðar varð að strykleika. Ég þakka guði fyrir þann þroska og vöxti sem ég öðlaðist á árinu sem er að líða.
Minnispunktur dagsins
Vonin færist eignamegin í bókhaldi hins nýja árs.