Hugleiðing dagsins
T. J. Watson, stofnandi IBM, sagði eitt sinn; “Til þess að öðlast velgengni þá þarf manni að hafa misheppnast.” Þetta eru orð að sönnu fyrir flesta spilafíkla. Ef ekki hefði verið fyrir síendurtekin mislukkuð veðmál og spilamennsku, þá hefðum við ekki áttað okkur á því að sjálft tapið var ekki vandamálið heldur hitt að hafa yfirhöfuð veðjað. Það var ekki fyrr en okkur hafði misheppnast svo gjörsamlega að við áttuðum okkur á að velgengni felst ekki í að vinna veðmál, heldur hinu að sleppa því að veðja. Það verður því val okkar, sú framkvæmd að veðja ekki, sem stuðlar að velgengni okkar.
Er ég vongóður um að velgengni sé framundan, nú þegar mislukkuð spilamennska er að baki?
Bæn dagsins
Megi mér skiljast að von um velgengni kemur í kjölfar þess að hafa verið mislukkaður. Megi reynslusögur annarra GA félaga sýna mér að með því að horfast í augu við og viðurkenna fyrri mistök, þá sé það traustari grundvöllur fyrir nýju lífi heldur en tilviljunarkenndur vinningur.
Minnispunktur dagsins
Að misheppnast getur verið stoð undir bata.