Hugleiðing dagsins
Það var eftir að ég kynntist félgsskapnum í GA sem ég hitti fyrir fólk sem skyldi mig þegar ég talaði um ótta minn. Þau höfðu gengið í gegnum það sama og ég; þau skyldu mig. Mér hefur lærst að margt af ótta mínum hefur að gera með hlutgerningu. Það er til að mynda fullkomlega eðlilegt að hafa “smá” áhyggjur af því að ástvinur manns yfirgefi mann. En þegar sá ótti er farinn að taka yfir samband mitt við viðkomandi, þá á ég við vanda að stríða. Því verður það að vera hluti af ábyrgð minni gagnvart sjálfum mér, að óttast ekki það sem er ekki til.
Er ég að verða óttalaus – í stað þess að vera fullur ótta?
Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að hrekja á brott ótta minn – þennan hugarburð, ímyndun, hugarflug og hugarfóstur áfalla, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Megi mér auðnast að hemja ímyndunarafl mitt og einblína á stað og stund, í stað þess að sjá framtíðina í röngu ljósi.
Minnispunktur dagsins
Uppskrúfaður ótti er, eins og skuggi á vegg, stærri en efni standa til.