Hugleiðing dagsins
Í GA lærum við að við erum haldin ólæknandi sjúkdómi. Hann batnar ekki með tímanum heldur versnar. Við erum lánsöm, því það er hægt að halda þessum sjúkdómi niðri, einn dag í einu, svo fremi að við byrjum ekki aftur að stunda fjárhættuspil. Við höfum lært af reynsluna að við getum ekki frekar stjórnað fjárhættuspilamennsku okkar heldur en sjávarföllunum.
Trúi ég því enn að ég geti stjórnað fjárhættuspilamennsku minni?
Bæn dagsins
Megi ég aldrei láta glepjast af loforði rannsókna, sem halda því fram að hægt sé að lækna fólk af spilafíkn. Reynsla mín og annarra í GA hefur margsannað að sá sem haldinn er spilafíkn getur aldrei aftur haft stjórn á spilamennsku sinni. Megi ég gera mér grein fyrir því að ef ég byrjaði að spila aftur þá myndi ég byrja þar sem ég hætti – nær fangelsi, geðveiki og dauða en nokkru sinni áður.
Minnispunktur dagsins
Hafið varann á gagnvart illa grunduðum kenningum.