Hugleiðing dagsins
Það er sama hvort við höfum verið í GA samtökunum í 2 daga eða 20 ár, við þurfum öll að takast á við erfiðleika og vandamál daglegs lífs. Stundum óskum við þess að við gætum tekist á við öll okkar vandamál akkúrat núna, en svoleiðis ganga hlutirnir yfirleitt ekki fyrir sig. Ef við munum eftir frasanum “Einn dag í einu” þegar við finnum að við erum að fyllast hræðslu, þá kemur að því að við áttum okkur á því að besta leiðin til þess að takast á við hvað sem er er að velta hlutunum fyrir okkur. Við tökum eitt skref í einu, gerum okkar besta í hverju skrefi. Við segjum “Einn dag í einu” og við gerum það þannig – einn dag í einu.
Hef ég tileinkað mér kjörorð prógramsins, nú þegar ég er byrjaður að öðlast bata með hjálp prógramsins?
Bæn dagsins
Megi kjörorðin “Einn dag í einu” verða til þess að hægja á mér þegar ég vil koma of miklu í verk of hratt. Megi þessi einföldu orð duga til þess að ég stígi ekki eins fast á bensíngjöfina sem á það til að steypa mér í nýjar aðstæður án fyrirhyggju, draga úr þeim tíma sem ég eyði í að sækjast eftir veraldlegum hlutum. Megi ég hlusta á spakmælið sem segir að Róm hafi ekki verið reist á einum degi. Að sama skapi er mér ekki unnt að leysa öll mín vandamál á einu bretti.
Minnispunktur dagsins
Einn dag í einu.