Hugleiðing dagsins
Sjúkdómur minn er ólíkur flestum öðrum sjúkdómum að því leyti að afneitunin varðandi það að ég sé veikur er megineinkenni þess að ég sé veikur. Líkt og er um marga aðra ólæknandi sjúkdómar þá er afturför eitt af einkennum míns sjúkdóms. Í GA þá köllum við slíka afturför “fall.” Það eina sem ég veit með vissu er að ég einn get valdið því að ég falli.
Ætla ég að hafa það hugfast að ég hugsa áður en ég framkvæmi? Ætla ég að reyna að forðast neikvæðar hugsanir?
Bæn dagsins
Guð gefi mér matt til þess að forðast freistingar. Megi ábyrgðin á því að láta undan freistingum, að “falla”, verða á mínum herðum og einungis mínum. Megi ég gera mér grein fyrir því með fyrirvara ef ég er kominn á fallbraut; með því að kenna öðrum um, svíkjast um að taka ábyrgð á sjálfum mér, verða fórnarlamb að nýju. Þegar svo er komið að ég hef tekið upp þessa gömlu skapgerðarbresti mína þá er ég kominn langt á fallbrautinni.
Minnispunktur dagsins
Hver sem er getur fallið.