Hugleiðing dagsins
Hvað veldur því að við föllum? Hvað kemur fyrir manneskju sem virðist skilja og lifa samkvæmt tólf sporunum en fer samt aftur að stunda fjárhættuspil? Hvað get ég gert til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist hjá mér? Er eitthvað sameiginlegt með þeim sem falla, eitthvað eitt sem einkennir þá? Hvert og eitt okkar getur dregið sínar eigin ályktanir, en í GA prógraminu lærum við að ákveðið aðgerðarleysi nánast gulltryggir fall.
Hlusta ég af gaumgæfni þegar GA félagi, sem hefur fallið, er svo lánsamur að koma aftur á fund og segir frá reynslu sinni?
Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur sýna mér ef ég er kominn á fallbraut. Megi ég læra af reynslu annarra að fall og fallbraut stafar oftar en ekki af því sem ég hef ekki gert frekar en af því hvað ég hef gert. Megi ég halda áfram að koma aftur á fund.
Minnispunktur dagsins
Halda áfram að koma aftur.