Hugleiðing dagsins
Get ég verið heilshugar þakklátur fyrir daginn í dag? Ef svarið er já, þá er ég að opna dyr að síauknum gæðum. En hvað ef ég get ekki verið þakklátur fyrir erfiðleikana sem ég hef upplifað – hina svokölluðuð erfiðu tíma? Hvað þá? Ég get byrjað þá því að vera þakklátur fyrir góðu stundirnar sem ég man eftir og allt það jákvæða. Þegar ég hef rifjað upp góðu stundirnar, þá get ég kannski horft til baka og séð erfiðleikana sem nauðsynlegan hluta af lífi mínu; kannski get ég séð blessun og lán sem mér var áður hulið.
Er ég þakklátur fyrir allt í lífiinu, bæði þegar vel gengur og þegar á brattann er að sækja?
Bæn dagsins
Megi ég vera þakklátur fyrir allt sem hefur gerst í mínu lífi, bæði gott og slæmt. Hið slæma hjálpar til við að skilgreina hið góða. Sorgin skerpir gleðina. Auðmýkt dregur fram andlega göfgi. Án veikinda kynnum við ekki að njóta góðrar heilsu. Án einmannaleika væri ástin, bæði mennsk og guðleg, ekki hin æðsta gjöf. Ég er guði þakklátur fyrir þær andstæður sem hafa gert mér kleift að kynnast guði betur.
Minnispunktur dagsins
Ég er þakklátur fyrir allt í lífinu.