Hugleiðing dagsins
Við getum alltaf fundið eitthvað sem við getum glaðst yfir og verið þakklát fyrir, sama hversu mikið okkur finnst við skorta eitthvað eða hversu vandamálið virðist stórt. Guð þarf ekki á þakklæti að halda, það erum við sem þurfum að vera þakklát. Þakklæti opnar okkur nýjar dyr að góum hlutum í lífi okkar. Þakklæti endurnýjar hjartalag okkar og andlegt líf.
Er ég vakandi fyrir hversu lánsamur ég er og man ég eftir að vera þakklátur fyrir það?
Bæn dagsins
Megi guð fylla hug minn þakklæti. Þegar ég tjái þakklæti mitt til guðs eða annarrar manneskju, sama hversu hönduglega mér ferst það úr hendi, þá er ég ekki einvörðungu að tjá guði eða viðkomandi manneskju þakklæti mitt, heldur er ég um leið að gefa sjálfum mér mestu verðlaunin – þakklátt hjarta. Megi ég hvorugu gleyma “að þakka fyrir”, sem beinist að einhverjum örðum, né því “að vera þakklátur”, sem uppfyllir mínar eigin þarfir.
Minnispunktur dagsins
Að þakka fyrir og vera þakklátur.