Hugleiðing dagsins
Ég geri mér ekki fylliega grein fyrir hversu margt ég geti verið þakklátur fyrir. Það gerist allt of oft að ég gleymi öllu því í lífinu sem ég geti notið og kunnað að meta. Það er kannski vegna þess að ég er of upptekinn við að velta mér upp úr trega. Ég leyfi huganum að fyllast af gremju; sem eykst bara eftir því sem ég dvel við hana. Í stað þess að gefi mig guði og góðsemi hans á vald, þá leyfi ég mér að stjórnast af neikvæðum hugsunum, hugsunum sem hugur minn virðist leyta til uns ég beini þeim inn á bjartari brautir.
Reyni ég að rækta jákvætt viðhorf?
Bæn dagsins
Megi guð leiða mig frá uppsöfnuðum neikvæðum hugsunum, sem afvegaleiða mig frá batanum. Megi ég losna við grey-ég ávanann sem snérist um að rifja í sífellu upp það slæma og búast bara við hinu versta. Megi ég beina hugsunum mínum að nýjum aðstæðum, nýju umhverfi. Megi ég leyfa mér að sjá fyrir mér dýrð guðs.
Minnispunktur dagsins
Viðhalda viðhorfi þakklætis.