Hugleiðing dagsins
Þegar við heyrum einhvern segja eitthvað í fljótfærni eða andstyggilegt, þá segjum við stundum að viðkomandi “sé ekki með sjálfum sér”, í þeirri merkingu að sá hinn sami hafi gleymt sér í í skyndilegri og ósjálfráða bræði. Ef ég hef ætíð hugfast hvernig manneskja ég vill vera þá mun ég vonandi ekki “vera ekki með sjálfum mér” og láta undan augnabliks reiðikasti. Ég mun trúa því að hið jákvæða sigri ætíð hið neikvæða; hugrekki yfirvinni ótta – þolinmæði yfirvinni reiði og pirring: kærleikur yfirvinni hatur.
Leitast ég ætíð eftir framförum?
Bæn dagsins
Í dag bið ég guð, honum sem allir vegir eru færir, um að hjálpa mér að umbreyta neikvæðni yfir í jákvæðni – reiði í athafnasemi, ótta í tækifæri til þess að vera hugrakkur, hatri í kærleika. Megi ég gefa mér tíma til þess að rifja upp slík tilvik þar sem jákvætt hlaust af neikvæðu. Efst í huga mér er kraftaverk guðs; frelsi mitt frá ánauð spilafíknar.
Minnispunktur dagsins
Umbreyta neikvæðu yfir í jákvætt.