Hugleiðing dagsins
GA gerir okkur kleift að sjá þær tvær hindranir sem standa í veginum fyrir því að við sjáum þau gildi og þægindi sem fylgja andlegu leiðinni; en það eru sjálfsréttlæting og sjálfumgleði.
Su fyrri blekkir mig til þess að trúa því að ég hafi ætíð rétt fyrir mér. Sú seinni telur mér – ranglega – trú um að ég sé betri en annað fólk.
Ætla ég – í dag – að hinkra við þegar ég byrja að réttlæta eitthvað og spyrja sjálfan mig hví ég sé að gera þetta? Og hvort sjálfsréttlæting sé í raun heiðvirð?
Bæn dagsins
Megi ég yfirvinna þörfina fyrir að hafa alltaf “rétt fyrir mér” og kynnast þess í stað þeirri hreinsandi tilfinningu frelsis sem fylgir því að viðurkenna opinberlega að hafa rangt fyrir sér. Megi ég vera á varðbergi gagnvart þeirri freistingu að gera sjálfan mig að dæmi um sjálfsstjórn og sálarprýði og votta þess í stað virðingu þeim sem á það skilið – mínum æðri mætti.
Minnispunktur dagsins
Það er mannlegt að gera mistök, en ég verð að viðurkenna þau.