Hugleiðing dagsins
Ef við erum staðráðin í því að hætta að stunda fjárhættuspil, þá megum við ekki gera það með einhverjum fyrirvörum, né heldur einhverri dulinni hugmynd um að þessi þráhyggja – sem spilafíkn er – muni einn góðan veðurdag læknast af sjálfu sér. Endurreisn okkar á sér rætur í hinum stórkostlegu þversögnum Tólf Sporanna; styrkur kemur frá algjörri uppgjöf og glötun fyrra lífs er grundvöllur þess að finna nýtt.
Hef ég sannfærst um að að vald spretti af valdleysi? Er ég fullviss um að með því að hætta að stjórna lífi mínu og vilja þá muni ég öðlast frelsi ?
Bæn dagsins
Megi ég kynnast styrk í gegnum vanmátt, sigur í gegnum ósigur, upprisu í gegnum niðurbrot. Megi mér lærast að kveða niður dulið stolt um að ég “geti gert þetta upp á eigin spýtur.” Lát almáttugan vilja guðs drekka í sig og stjórna vilja mínum.
Minnispunktur dagsins
Sleppa tökunum og treysta guði.