Hugleiðing dagsins
Sérhver manneskja er hluti af hinu dýrðlega hagkerfi. Við erum öll börn Guðs og það er ólíklegt að Hann taki eitthvert eitt okkar fram yfir annað. Við ættum því að þiggja sérhverja jákvæða Guðs gjöf af auðmýkt. Það er okkur nauðsynlegt að hafa ætíð í huga að neikvæðu viðhorfin, sem einkenndu okkur, voru forsenda þess að við gátum yfir höfuð þegið þá gjöf sem fólst í umbreytingunni yfir í jákvæð viðhorf.
Er ég sátt/ur við þá staðreynd að fíkn mín og sá botn sem ég komst á, eru sú trausta undirstaða sem andlegt heilbrigði mitt stendur á?
Bæn dagsins
Megi ég vita að frá og með þeirri stundu sem ég í fyrsta sinn viðurkenndi vanmátt minn, öðlaðist ég Guðlegan mátt. Hvert skref sem ég hef tekið frá þeirri uppgjafarstund, hefur verið skref í rétta átt. Þó svo að fyrstu skrefin séu oft knúin fram af örvæntingu, þá verð ég að gera mér grein fyrir því að til þess að öðlast nýja von þá verð ég fyrst að komast á þann stað að öll von virðist úti. Þrotinn af eigin vilja áður en ég get fundið fyrir ferskleika Guðsvilja.
Minnispunktur dagsins
Styrkur fylgir uppgjöf.