Hugleiðing dagsins
Á meðan við vorum virkir spilafíklar þá sýndu mörg okkar merki þess að hafa ótrúlega frjótt hugmyndaflug. Á örskots stundu gátum við spunnið upp ótal ástæður þess – eða afsakanir – fyrir því hvers vegna við ættum skilið að eltast við fíkn okkar. Þegar við komum fyrst í GA þá virtist þessi frjói hugur okkar verða sljór og jafnvel dofinn. “Hvað á ég nú að gera?” var spurning sem mörg okkar veltu fyrir sér. En smám saman hvar þessi doði. Við fórum að beita hugmyndaflugi okkar á ný og heilbrigðari viðfangsefni. Lífið fór að öðlast nýja merkingu á þann hátt sem okkar hafði ekki komið til hugar áður.
Er ég farinn að njóta athafna sem ég áður hafði ekki einu sinni leitt hugann að?
Bæn dagsins
Megi guð veita mér nýjan þrótt til þess að takast á við lífið í stað þess að gera eins og svo oft áður þegar ég nýtti kraftana til þess að upphugsa afsaknir. Megi minn æðri máttur leyfa brengluðu ímyndnarafli mínu að verða heilbrigðu á ný – ekki til þess að forðast lífið – heldur til þess að takast á við óendanleg tækifæri lífsins.
Minnispunktur dagsins
Að takst á við lífið.