Hugleiðing dagsins
Það er kominn tími fyrir mig að verða viljugur til þess að gera hvað sem er svo ég megi aftur verða ábyrgur einstaklingur, jafnvel þó það feli í sér að ég feli annarri manneskju stjórn á fjármálum mínum. Á sama hátt og það eru þversagnir í 12 sporunum – að viðurkenna að ég hafi ekki stjórn á eigin lífi svo það megi aftur verða stjórnanlegt, að gefast upp gagnvart æðri mætti til þess að öðlast frelsi – þá mun ég upplifa aðrar þversagnir í batanum. Að fá fjölskyldumeðlim eða annan sérfræðing til þess að sjá um fjármálin svo ég geti aftur orðið fjárhagslega ábyrgur getur verið svona þversögn. Ég hef sýnt það og sannað að ég er vanmáttugur gagnvart fjárhættuspili – og gagnvart þeim tilfinningalegu hæðum og lægðum sem því fylgdi. Nú er kominn tími á að ég láti af mínum vilja og fari að umgangast annað fólk og þiggja um leið hverja þá hjálp sem minn æðri máttur leggur mér til.
Hef ég sætt mig við það að jafnvel þótt batinn sé minn, þá þarf ég stundum að reiða mig á aðra varðandi hjálp og hvatningu?
Bæn dagsins
Megi GA prógramið, með guðs hjálp, veita mér tækifæri til þess að lifa styrku, skapandi og opnu lífi. Megi ég þiggja þann styrk sem mér býðst frá öðrum, á sama hátt og ég er viljugur til þess að gefa af mínum. Megi ég í dag gera mér grein fyrir að ég hef ástæðu til þess að fagna frelsi mínu – frá spilafíkn.
Minnispunktur dagsins
Að fagna persónulegu frelsi.