Hugleiðing dagsins
Hvernig á að fara að því að láta vilja sinn lúta handleiðslu æðri máttar? Allt sem þarf til er einhver byrjun, eitthvað upphaf, sama hversu smávægilegt það er. Á sömu stundu og við gerumst viljug þá opnast lásinn. Og dyrnar byrja að opnast, hugsanlega kemur bara smárifa í byrjun; en með tímanum komumst við að raun um að við getum víkkað þá rifu. Sjálfsvilji getur lokað rifunni og gerir það æði oft. En við gætum ætíð opnað dyrnar á ný, aftur og aftur ef þörf krefur, svo fremi að við séum viljug.
Er ég staðfastur í þeirri ákvörðun minni að láta vilja minn og líf lúta handleiðslu guðs, eins og ég skil hann?
Bæn dagsins
Megi ég endurnýja þá ákvörðun mína að láta vilja minn og líf í hendur æðri máttar. Megi trú mín vera nægilega staðföst til þess að viðhalda fullvissunni um að það sé í raun og veru til máttur sem er mér æðri. Megi ég færa mér þann mátt í nyt einfaldlega með því að vera viljugur til þess að hafa guð með í för.
Minnispunktur dagsins
Sjálfsvilji mínus sjálfs er sama og vilji.