Hugleiðing dagsins
Ég er farinn að að mæla árangur á algjörlega nýjan hátt. Árangur minn í dag er ekki bundinn við félagsleg eða efnahagsleg viðmið. Ég næ árangri í dag, sama hvað ég tek mér fyrir hendur, þegar ég nota þann mátt guðs sem býr innra með mér og leyfi sjálfum mér að verða opinn farveg fyrir birtingarmynd góðmennsku hans. Ég finn fyrir breyttu hugarfari, hugarfari árangurs sem birtist sem aukinn skilningur og víðsýni. sem skapandi hugmyndir og notadrjúg aðstoð – sem árangursrík nýting á tíma mínum og orku, og sem samstillt átak með öðrum.
Ætla ég að hafa í huga að innra með mér er afl, sem mér hefur verið gefið af guði, sem ég get nýtt til þess að ná árangri?
Bæn dagsins
Megi ég móta með mér nýjan skilning á árangri. Skilning sem byggist á þeim mælanlegu gæðum sem eiga rót í góðmennsku guðs. Ég get notið þeirra gæða með því einu að horfa inn á við. Megi ég gera mér grein fyrir því að einu tryggu gæðin eru gæði guðs, því þau eru ótæmandi. Megi ég líta til guðs ef mig skortir öryggi.
Minnispunktur dagsins
Andleg “velgengni” er mitt öryggi.