Hugleiðing dagsins
Við þurfum að temja okkur umburðarlyndi, þegar hegðan annarra fer í taugarnar á okkur. Við vitum sem er að ekkert í fari annarra, hversu særandi, ógeðfellt og siðlaust okkur kann að finnast það, réttlætir afturför í bata okkar. Bati okkar ætti ætíð að vera í fyrirrúmi og við eigum ekki að vera hrædd við að koma okkur í burt frá aðstæðum og persónum sem valda okkur vanlíðan. En við verðum líka að leitast við að setja okkur í spor annarra, sérstaklega þeirra sem fara í taugarnar á okkur.
Get ég sætt mig við þá staðreynd að það að skilja aðra er mikilvægara fyrir bata minn en að þeir skilji mig?
Bæn dagsins
Megi mér auðnast að sýna öðrum skilning, sama hversu mikið viðkomandi fer í taugarnar á mér. Og hugrekki til þess að koma mér í burt frá aðstæðum sem gætu skaðað bata minn.
Minnispunktur dagsins
Sýna öðrum umburðarlyndi og skilning