Hugleiðing dagsins
Eyði ég orku og tíma í að kljást við aðstæður sem eru í raun ekki þess virði? Er ég eins og Don Kíkóti að ímynda mér að vindmyllur séu stórhættulegir risar, sem ég berst við þar til allur vindur er úr mér? Í dag ætla ég að hindra ímyndunarafl mitt í að gera úlfalda úr mýflugu, gera eitthvað smávægilegt að stóru máli. Ég ætla að reyna að sjá aðstæður eins og þær eru og einungis veita þeim þá athygli og það gildi sem þær í raun eiga skilið.
Er ég byrjaður að trúa því ,sem segir í öðru reynslusporinu, að máttur mér æðri geti komið mér til þess að hugsa og lifa eðliega á ný?
Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að sjá hlutina í réttu samhengi. Hjálpaðu mér að forðast að upphefja smávægileg vandamál, að leggja of mikla merkingu í hversdagslegar samræður, að búa til fjall úr steinvölu. Hjálpaðu mér að hemja ótta minn svo hann bólgni ekki út eins og púkinn á fjósbitanum. Hjálpaðu mér að endurheimta gildismat mitt, sem brenglaðist þegar ég var virkur spilafíkill.
Minnispunktur dagsins
Heilbrigð dómgreind er að sjá hlutina í réttu samhengi.