Hugleiðing dagsins
Ef mér tekst að lifa í deginum í dag, taka bara einn dag í einu, þá er minni hætta á að ég fari að hafa áhyggjur af því sem gæti gerst á morgun. Áhyggjur komast ekki að á meðan ég beini sjónum mínum að deginum í dag. Ég ætla að reyna að fylla hverja mínútu dagsins í dag með einhverju jákvæðu – sem ég sé, heyri eða kem í verk. Þá get ég, þegar dagurinn er á enda, horft til baka með velþóknun, æðruleysi og þakklæti.
Leyfi ég mér stundum að velkjast um í sjálfsvorkun?
Bæn dagsins
Megi mér takast að losna við þessa sjálfsvorkun og fara að lifa í deginum í dag. Megi mér takast að sjá allt hið jákvæða frá dögurð til náttmáls, læra að tjá mig um það og þakka guði fyrir. Megi mér takast að stöðva sjálfan mig ef ég vil frekar njóta þess velkjast um í eymd og sjálfsvorkun heldur en að meta hið góða í lífi mínu.
Minnispunktur dagsins
Dagurinn í dag er góður.