Hugleiðing dagsins
Hvernig væri að eyða hluta af deginum í að hugleiða kosti mína frekar en galla? Hví ekki að hugsa frekar um sigra en ósigra – um það hve blíður og nærgætinn ég geti verið. Ég hef hneigst til þess að velta mér upp úr biturð og napurleika varðandi allt sem ég hef sagt, gert og fundist. Í dag ætla ég, þó ekki sé nema í hálftíma, að reyna að sjá líf mitt í jákvæðu ljósi.
Hef ég hugrekki til að breyta því sem ég get breytt?
Bæn dagsins
Megi ég, með ró og endurmati á sjálfum mér, þróa með mér jákvæðara viðhorf. Hafi ég verið skapaður í guðsmynd þá hlýtur að vera góðmennska innra með mér. Ég ætla að hugleiða þá góðmennsku og og birtingarmynd hennar. Ég ætla að hætta að draga úr ágæti mínu, jafnvel í mínum leyndustu hugsunum. Ég ætla að bera virðingu fyrir öllu sem hefur verið skapað í guðsmynd. Ég ætla að bera virðingu fyrir sjálfum mér.
Minnispunktur dagsins
Að hafa sjálfsvirðingu er að bera virðingu fyrir guði.