Hugleiðing dagsins
Við vitum ekki með vissu hvað dagurinn ber í skauti sér; við vitum kannski ekki hvort við verðum ein eða í félagsskap. Okkur getur fundist dagurinn of langur – eða of stuttur. Við gætum staðið frammi fyrir verki sem við erum fús að vinna eða verki sem við viljum forðast. Dagurinn er ekki eins hjá neinum tveimur manneskjum, en hann á þó eitt sameiginlegt hjá öllum; hver og einn getur valið að hugsa á jákvæðum nótum í dag. Það val; að velja jákvæða hugsun byggir frekar á innri skuldbindingu heldur en því sem við gerum.
Get ég sætt mig við þá staðreynd að ég einn hef vald yfir því hvert viðhorf mitt er?
Bæn dagsins
Megi skuldbinding mín vera sterk í dag, hvort heldur dagurinn sé fullur af hversdaglegum verkum eða athyglisverðum. Megi ég velja að gera þetta að góðum degi, fyrir mig og þá sem umgangast mig.
Minnispunktur dagsins
Viðhalda skuldbindingunni.